Þá er gönguvikan hafi af fullum krafti. 27. júní var Múlavegurinn genginn í miðnætursólinni. Vaskur hópur 14 þátttakenda að meðtöldum leiðsögumanni hittist kl. 23:00 við gamla Múlaveginn í niðadimmri þoku og lagði í miðnæturgöngu upp á Plan. Það var frekar svalt í þokunni og afar kyrrt, göngufólk hugaði að gróðri og hlustaði á garg mávanna sem blandaðist við sjávarniðinn neðan hamranna. Skömmu áður en áfangastað var náð var gengið upp úr þokunni og við blasti sjón sem seint mun gleymast. Rauð miðnætursólin merlaði í þokunni, yfir firðinum lá þokan eins og þykk, hvít værðarvoð en í austri risu fjöll Látrastrandar og Gjögurtá eins og skýjaborgir. Um leið hlýnaði mjög og ekki bærðist strá, svo mikið var lognið. Stundin var engri lík, rödd Kristjönu Arngrímsdóttur hljómaði út yfir víðáttuna mót sólu og síðan yoga í roðaglóð sólarlagsins.
Eftir langa unaðsstund var haldið til baka og lauk göngunni um kl. 01:30