Móttaka flóttafólks

Móttaka flóttafólks

Á fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. staðfesti ráðið áhuga sveitarfélagsins að taka á móti flóttamönnum og fól sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að láta ráðuneytið vita um vilja sveitarfélagsins. Tengiliður Dalvíkurbyggðar við verkefnið er Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs.

Nú þegar hefur Dalvíkurbyggð tekið á móti tveimur fjölskyldum en vilji stendur til að gera betur ef húsnæði fæst til verkefnisins.

Því hvetur Dalvíkurbyggð alla sem það geta að leggja til húsnæði vegna verkefnisins. Skrá þarf húsnæðið inn á www.island.is, en móttaka mögulegra flóttamanna til sveitarfélagsins verður skipulögð í nánu samstarfi ríkis og viðkomandi sveitarfélaga.

Katrín Sigurjónsdóttir,
sveitarstjóri.