Fyrir helgina, fimmtudaginn 28, maí, afhenti Menningarsjóður Sparisjóðs Svarfdæla styrki sína fyrir árið 2009. Þetta er í 24. skipti sem úthlutað er úr sjóðnum en frá upphafi hafa runnið rúmlega 100 milljónir króna til ýmissa menningarverkefna á starfssvæði sjóðsins.
Að þessu sinni fengu 17 verkefni styrk upp á samtals 3.350.000. Þessi verkefni eru:
Margot Kiis - jasstónleika
Arnar Símonarson - leikgerð Víkursamfélagsins eftir Guðlaug Arason
Sveinn A Torfason - sjúkraþjálfun barna á hestbaki
Gangnamannafélag - útgáfa úr annálsbókum gangnamanna í Sveinsstaðaafrétt
Hrafnhildur M Guðmundsdóttir - kaup á sellói
Markaðsráð Hríseyjar - málþing um menningarstarf í Hrísey
Svarfdælskur mars - árleg menningarhátið
Héraðsskjalasafn Svarfdæla - vegna skrásetningar á safninu
Karlakór Dalvíkur - vegna starfsemi kórsins
Mímiskórinn - vegna starfsemi kórsins
Samkór Svarfdæla - vegna starfsemi kórsins
Náttúrusetur Húsabakka - vegna starfseminnar
Kór Dalvíkurkirkju - vegna starfsemi kórsins
Guðrún Lárusdóttir - efni vegna viðtala við afa hennar Helga Símonarson
Dalvíkurbyggð - vegna myndlistarsýningar í Bergi menningarhúsi
Ferðatrölli - gönguvikur á komandi sumri
Leikfélag Dalvíkur - vegna starfsemi félagsins