Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Áherslur ársins 2012
Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðurlandi eystra eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Auk þessa hefur ráðið ákveðið að árið 2012 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
• Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðalaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og
tengja íbúa á Norðurlandi eystra.
• Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna.
• Verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista.
• Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu.
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember. Úthlutun fer fram í lok janúar.
Styrkþegar verða að hafa skilað inn greinargerð vegna fyrri verkefna til þess að geta sótt um vegna ársins 2012. Úthlutað verður einu sinni á árinu 2012.
Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið fyrir árslok 2012.
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur menningarráðs á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is
Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþing vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2012. Viðtalstímar menningarfulltrúa verða sem hér segir:
Akureyri 27. og 28. október kl. 9-12 Skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð
Hrísey 2. nóvember kl. 14.-15.30 Húsi Hákarla Jörundar
Dalvík 3. nóv. kl. 10.30-12 Menningarhúsinu Bergi, 2. hæð
Ólafsfjörður 3. nóvember kl. 13-14 Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar
Siglufjörður 3. nóvember kl. 14.30-16 Bæjarskrifstofu Siglufjarðar
Húsavík 8. nóvember kl. 13-15 Menningarmiðstöð Þingeyinga
Kópasker 9. nóvember 10.30-12 Skrifstofu Norðurþings
Raufarhöfn 9. nóvember kl. 13-14.30 Skrifstofu Norðurþings
Langanesbyggð 10. nóvember kl. 9-11 Skrifstofu Langanesbyggðar Þórshöfn
Grenivík 14. nóvember kl. 13-14 Skrifstofu Grýtubakkahrepps
Laugum 16. nóvember kl. 10-11.30 Skrifstofu Þingeyjarsveitar
Mývatnssveit 16. nóvember kl. 13-14 Skrifstofu Skútustaðahrepps
Akureyri 17. og 18. nóvember kl. 13-16 Skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð
Grímsey auglýst síðar
Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.