Mikið verður um að vera í Dalvíkurbyggð dagana 22-26. mars. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fyrst ber að nefna Árshátíð Dalvíkurskóla sem haldin verður 22. og 23. mars þar sem bekkir skólans setja upp fjölbreyttar sýningar fyrir gesti og gangandi. Kaffisala verður í hléi. Nánari upplýsingar um þennan viðburð má finná á heimasíðu Dalvíkurskóla.
Svo ber að nefna skíðamót Íslands 2006 sem haldið verður á Dalvík og Ólafsfirði dagana 23-26. mars en dagskrá mótsins má finna á heimsíðu Skíðafélags Dalvíkur.
Síðast en ekki síst er það Svarfdælski marsinn sem er haldinn föstudaginn 24. og laugardaginn 25. mars en þá verður heimsmeistaramótið í brús haldið og marsinn að sjálfsögðu stiginn fram eftir nóttu. Jafnframt verður fjölbreytt dagskrá m.a. upplestur rithöfunda og myndlistarsýning.