ATH! Breytt dagsetning á matreiðslunámskeiði

ATH! Breytt dagsetning á matreiðslunámskeiði

Matreiðslunámskeiðið sem átti að halda mánudaginn 24. febrúar hefur verið frestað til fimmtudagskvöldsins 12. mars

Þemað að þessu sinni er Miðausturlönd. Farið verður yfir helstu hráefni og krydd sem notuð eru í rétti frá Líbanon, Marokkó, Sýrlandi, Ísrael, Grikklandi, Tyrklandi og Egyptalandi. 

Kennt verður í 3 klukkustundir. Námskeiðið byrjar kl. 17.00 og kostar 21.000 kr.
Athugið að margir geta sótt námsskeiðsstyrki í sitt stéttarfélag.

Kennari námskeiðsins er Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.

Athugið að það er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðið. Skráning fer fram á heimasíðu SÍMEY https://www.simey.is