Markaður - upphitun fyrir sumarið

Á morgun, Uppstigningardag, verður haldinn markaður milli kl 15.00 og 18.00 á pallinum hjá Júlla og Grétu í Skógarhólum 13. Í sumar stendur til að í Dalvíkurbyggð verði markaðsett “ Markaðssumarið mikla” sem að allir geta tekið þátt í...nánar um það síðar og því er þessi markaður upphitun fyrir það.

Það verður ýmislegt á boðstólnum eins og sést hér fyrir neðan:

*** Matarhornið***

* Nýlagað sítrónusmjör
* Kryddbrauðrasp
* Ferskt Sushi
* Sultaður engifer
* Rauðlaukssulta
* Eplakanilsulta
* Sweet Chilli laukmarinering
* Léttsaltaður úrvals saltfiskur
* Og sitthvað fleira

** Meistarinn og áhugamaðurinn, bókin á sumartilboði

Það verður hægt að kaupa fiskisúpu og brauð, þeir sem vilja taka með sér koma með ílát en það verður einnig hægt að fá sér súpubolla á staðnum.

Ein stærð af Muurikka útieldunarpönnum verður til sýnis, eitthvað sem að matgæðingar og græjuútieldunarfíklar ættu ekki að láta framhjá sér fara

*** Hitt hornið***

Barnareiðhjól
Spretthlaupaskór
Bækur
Safnaramunir
Frímerki, gömul bréf, ölmiðar og fleira
Barnadót
og almennt markaðsdót

Hlökkum til að sjá ykkur

Fjölskyldan Skógarhólum 13