Markaðshelgi í Dalvíkurbyggð

Um næstu helgi, laugardaginn 6. júní og sunnudaginn 7. júní Sjómannadag, verður markaðsstemmning á svæðinu, en hægt verður að kíkja á tvo markaði á Dalvík.  

Í Hólavegi 15, hjá Adda Sím, verður Garðsala - bílskúrsmarkaður - báða dagana milli kl. 11.00 og 15.00. 

Bækur, skrautmunir, eldhúsáhöld, húsgögn, safngripir, plötur...já bara hitt og þetta, eitt og annað og fleira og fleira...


Í Skógarhólum 13, hjá Júlla og Grétu, verður markaður á pallinum báða dagana milli kl. 12.00 og 15.00.

Matarhorn m.a.


* Sítrónusmjör
* Ristuð salatblanda
* Ferskt Sushi
* Sultaður engifer
* Rauðlaukssulta ..komin aftur ?
* Grilluð paprika í hvítlauksolíu
* Sweet Chilli laukmarinering
* Sushi grjón og Wasabi
* Plokkfiskur áhugamannsins
* Léttsaltaður saltfiskur, hnakkar og sporðar 1 kg pokar
* Matargjafakörfur – skemmtilegar gjafir
* Sjómannadags fiskisúpa
Komdu með ílát og taktu með eða fáðu bolla og brauð á staðnum
* Komdu með krukkuna þína sem þú keyptir síðast og fáðu áfslátt af nýrri


*Meistarinn og áhugamaðurinn, matreiðslubókin á sjómannadagstilboði


Smáhorn með öðru markaðsdóti og Tupperwarehorn