Undanfarin ár hefur eldri árgangi Kátakots verið boðið að taka þátt í litlu jólunum með yngsta stigi grunnskólans. Við ákváðum að sjálfsögðu að þiggja það boð líkt og undanfarin ár og skella okkur á jólaballið þeirra þar sem börnin verða þar nemendur að ári. Óskað var eftir því að börnin myndu stíga á svið áður en ballið myndi byrja og fara með vísnaupplestur á jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum sem þau hafa verið að æfa bæði í leiksólanum og heima sl. mánuð. Börnin tóku að sjálfsögðu vel í það og lásu vísurnar upp af miklum myndarskap Þá talaði séra Magnús til barnanna um jólahátíðina og að því loknu horfðu börnin bæði á fallegan helgileik krakka úr 6. bekk og tónlistaatriði barna úr 1. bekk. Að lokum var svo dansað kringum jólatréð og að sjálfsögðu þefuðu nokkrir jólasveinar ballið uppi sem vakti mikla kátínu barnanna. Þökkum grunnskólanum fyrir skemmtilega samveru