Málþing í Bergi - Fólkvangur - stolt Dalvíkur
Hvernig viljum við hafa hann? Allir hafa skoðun á því!
Framfarafélag Dalvíkurbyggðar stendur fyrir málþingi um skipulagsmál, mánudaginn 25. maí nk. (annan í hvítasunnu), milli kl 15:00 og 17:00.
Að þessu sinni er til umfjöllunar skipulag fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli. Umræðustjóri verður Kristín Björk Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur.
Framsögumenn og eða fólk í pallborði verða:
Jón Halldórsson og Þorsteinn Skaftason sem ræða út frá sjónarhól skíðasvæðisins.
Ágúst Jensson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar Jaðri, sem fjallar um hugmyndir og vangaveltur um hugsanlegan golfvöll í Böggvisstaðafjalli.
Jón Arnar Sverrisson og Valur Þór Hilmarsson fyrrverandi og núverandi umhverfisstjórar Dalvíkurbyggðar, ræða út frá skógrækt og almennri útivist.
Haukur Gunnarson og Helga Íris Ingólfsdóttir, formaður og varaformaður umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar.
Þarna er vettvangur til að skiptast á skoðunum um málefni sem kemur öllum við!
Framfarafélag Dalvíkurbyggðar.