Ferðamál til framtíðar - málþing um ferðamál í Dalvíkurbyggð
Ferðafélag Dalvíkurbyggðar, Ferðatröll, undirbýr nú málþing um ferðamál í byggðarlaginu í samvinnu við Ferðamálasetur Íslands, Framfarafélag Dalvíkurbyggðar og atvinnumálanefnd. Tilgangurinn er að upplýsa um og kanna nánar möguleika ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð. Einnig að efla tengsl ferðaþjónustunnar við aðrar atvinnugreinar og skoða hver hagræn áhrif atvinnugreinarinnar eru fyrir svæðið.
Athyglisverðir fyrirlesarar
Málþingið verður haldið laugardaginn 21. apríl nk. í sal Dalvíkurskóla. Þar verður kunnáttufólk með athyglisverða fyrirlestra um það m.a. hvernig maður byggir upp ferðaþjónustu í dreifbýli, um samlegðaráhrif og tengingar við annað atvinnulíf, um möguleika okkar vegna sérstöðu og menningar svæðisins, um fjallamennsku og heilsutengda ferðaþjónustu ofl. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildarinnar á Hólum og Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands. Þá er gert ráð fyrir því að fólk vinni saman í hópum að hagnýtum viðfangsefnum.
Kl. 10.45 Húsið opnað, kaffi á könnunni
Kl. 11.00 Kolbrún Reynisdóttir opnar þingið. Ávarp bæjarstjóra, Svanfríðar I. Jónasdóttur
Kl. 11.05 Ferðaþjónusta í dreifbýli - Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla.
Kl. 11.30 Kynning frá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.
Kl. 11.45 Náttúrufar og saga svæðisins - Kristján Eldjárn Hjartarson
Kl. 12.00 Hádegishlé - kynning á matvælum úr héraði - local food
Kl. 12.45 Hagræn áhrif ferðaþjónustu, samlegðaráhrif og tenging við atvinnulíf - Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.
Kl. 13.15 Stuttmynd um fjallaskíðamennsku á Tröllaskaga - frá Jökli Bergmann
Kl. 13.30 Heilsutengd ferðaþjónusta - Anna Dóra Hermannsdóttir
Kl. 13.45 Unnið í fimm umræðuhópum:
- Hvaða ímynd viljum við hafa? Hvaða ferðamenn viljum við fá? Samvinna atvinnugreina við markaðssetningu og uppbyggingu ímyndar.
- Hvernig nýtum við betur tækifæri sem búið er að benda á? (Fuglalíf, sögu- og menningartengd ferðaþjónusta, skemmtiferðaskip, gönguferðir og fjallamennska og íþróttamót ofl.)
- Sjóferðir og hvalaskoðun. Hvað getum við lært af uppbyggingu hvalaskoðunar og sjóferðum frá Húsavík? - Fundur með Edward H. Huijbens.
- Hvernig nýtum við okkur tækifæri sem felast í aukinni umferð í gegnum Dalvík þegar Héðinsfjarðargöng opna?
- Handverk og ferðaþjónusta
Kl. 15.00 Kynning á niðurstöðum hópa
Kl. 16.00 Þingi slitið
Málþingið er öllum opið og eru þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu á svæðinu hvattir til að mæta og taka þátt.
Nánari upplýsingar má finna á www.dalvik.is og hjá upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar í síma 460-4908 eða á netfanginu selma@dalvik.is