Málþing um ferðamál verður haldið á morgun, laugardag, í sal Dalvíkurskóla og hefst það klukkan 11:00. Þar mun kunnáttufólk vera með athyglisverða fyrirlestra um það m.a. hvernig maður byggir upp ferðaþjónustu í dreifbýli, um samlegðaráhrif og tengingar við annað atvinnulíf, um möguleika okkar vegna sérstöðu og menningar svæðisins, um fjallamennsku á Tröllaskaganum og heilsutengda ferðaþjónustu ofl. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildarinnar á Hólum og Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands. Þá er gert ráð fyrir því að fólk vinni saman í hópum að hagnýtum viðfangsefnum svo sem því hvernig þau tækifæri sem við blasa verða sem best nýtt, hvaða ímynd við viljum að svæðið hafi og til hvernig ferðamanna við viljum helst ná.
Málþingið er opið öllum og eru allir þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu hvattir til að mæta.