,, Grunnskólinn okkar- horft til framtíðar" er yfirskrift málþings sem haldið verður í Dalvíkurskóla laugardaginn 10. mars næstkomandi og stendur frá kl. 10:45 til 15:00. Málþingið er vettvangur þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að koma sínum hugmyndum og ábendingum á framfæri varðandi málefni grunnskólans.
Málþingið hefst með tveimur fyrirlestrum. Áslaug V. Þórhallsdóttir kennari við Dalvíkurskóla fjallar um stefnumótun í skólamálum og verkefni dagsins. Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir flytur erindi um lærdómsmenningu í grunnskóla. Að loknu hádegsishléi hefst hugmyndavinna í hópastarfi. Skilaboð þátttakenda eru mikilvæg. Þau munu verða efniviður fyrir skólastefnu Grunnskóla Dalvíkurbyggðar.
Málþingið er samræðuvettvangur og er mjög mikilvægt að sem flest sjónarmið heyrist. Á málþing eiga allir erindi og hægt er að lofa fróðlegum, gagnlegum og skemmtilegum degi. Boðið verður upp á kaffi, léttar veitingar og barnapössun.
Dagskrá málþingsins.
Kl. 10:45 Húsið opnað, kaffi á könnunni
Kl. 11.00 Málþing sett - bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar Svanfríður I. Jónasdóttir
Kl. 11.00 Hvert skal stefnt? - Áslaug V. Þórhallsdóttir opnar skólaþingið og segir frá tilurð og tilgangi skólaþingsins.
Kl. 11:30 Lærdómsmenning í grunnskóla - Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir.
Kl. 12:15 Hádegishlé. Léttar veitingar í boði
Kl. 12.45 Önnur umræðulota, unnið í sex umræðuhópum:
· Skólinn og samfélagið
· Skólinn og fjölskyldan
· Umhverfi og aðstaða
· Áherslur í skólastarfi
· Námsmat og kennsluhættir
· Stoðþjónusta
Kl. 14.00 Kynning á niðurstöðum hópa.
Kl. 15.00 Þingi slitið - Formaður fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar, Auður Helgadóttir.
Frekari upplýsingar gefur skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar, Anna Baldvina Jóhannesdóttir í síma 460-4980.