Lýðræðisstefna Dalvíkurbyggðar var unnin fyrst árið 2012 og staðfest í sveitarstjórn í janúar 2013. Í X. kafla sveitarstjórnarlaga er fjallað um samráð við íbúa. Lýðræðisstefnan er sett á grundvelli þeirra ákvæða. Drög að lýðræðisstefnunni má finna hér.
Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. voru til umfjöllunar endurskoðuð drög að Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi drög fari til umsagnar til íbúa sveitarfélagsins í Hugmyndakassa Dalvíkurbyggðar á Betra Ísland. Umsagnarfrestur er til og með 2 . maí nk.
Íbúum er hér með gefinn kostur á að koma með tillögur og umsögn um stefnuna og leiðir til lýðræðis. Hvernig vilja íbúar taka þátt og hafa áhrif á málefni sveitarfélagsins ?