Félagsmiðstöðin Pleizið heldur lokaball sitt í Víkurröst, föstudagskvöldið 18. maí n.k. Hljómsveitin OUTLOUD heldur uppi brjáluðu stuði milli kl. 20:30 og 23:30 en húsið opnar kl. 20:00. Strákarnir í OUTLOUD eru með vinsælli ballhljómsveitum landsins þessa dagana og þekktir fyrir að halda uppi gríðarlegu fjöri hvar sem þeir koma en félagsmiðstöðvaböllin eru þeirrra uppáhald. Ballið er ætlað nemendum úr 8. - 10. bekk en 7. bekkingum úr Dalvíkurbyggð býðst einnig að taka þátt. Miðar verða eingöngu seldir í forstölu í skólunum. Við bjóðum einnig krökkum úr félagsmiðstöðvum í nágrenninu að koma og skemmta sér með okkur. Ballið verður haldið á sömu nótum og Samfésböllin, vímuefnalaust, góð gæsla og ekkert ráp inn og út...allir á dansgólfinu!!
Við eigum von á miklum fjölda, trúlega um 300 unglingum af svæðinu, þannig að við trúum því að þetta verði frábært kvöld! Aðgangseyrir er krónur 1.000. Til að tryggja að allt fari vel fram þá þurfum við margar hendur til ýmissa verka, ef einhverjir sjá sér fært að aðstoða okkur við gæslu, sölu í sjoppu eða annað þá vinsamlegast látið Bjarna vita í síma 896-3133 eða á netfangi sundlaug@dalvik.is. Hann gefur einnig frekari upplýsingar um viðburðinn.