Ljósmyndanámskeið verður haldið á vegum Símeyjar á Dalvík núna í mars. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnþætti í ljósmyndun, ljósop, hraða, ISO-tölu, notkun flash o.fl. og kennt verður á helstu stillingar myndavélarinnar. Verkefni verða sett fyrir og þátttakendur taka myndir milli tíma. Verkefni hvers og eins verða yfirfarin og skoðað hvað er vel gert og hvað hefði betur mátt fara. Farið verður í grunnvinnslu á myndum, geymslu mynda, stærðir og fleira sem við kemur notkun mynda við ýmis tækifæri. Stutt kynning á helstu myndvinnsluforritum, kostum þeirra og göllum.
Lengd: 9 klst
Kennari: Sigurgeir Birgisson
Hvar: Námsver Dalvík
Hvenær: Miðvikudagar 12., 19. og 26. mars, kl. 19:00-22:00
Verð: 16.500 kr.