Kynningarfundur um lagningu ljósleiðara á Dalvík verður haldinn í Bergi þriðjudaginn 8. mars kl. 17:00
Í fyrra var undirritaður samningur um lagningu ljósleiðara í dreifbýli Dalvíkurbyggðar, stefnt er að því að ljúka þeirri framkvæmd á þessu ári.
Á næstu misserum stendur heimilum, fyrirtækjum og stofnunum á Dalvík til boða að tengjast ljósleiðaraneti Tengir hf. en Dalvíkurbyggð og Tengir hf. hafa gert með sér samning þar að lútandi.
Ráðgert er að framkvæmdir hefjist í sumar en á Dalvík eru u.þ.b 580 heimili og í kringum 60 fyrirtæki og stofnanir.
Gunnar Björn Þórhallsson, fulltrúi Tengis hf. mun kynna verkefnið fyrir íbúum.
Íbúar eru hvattir til að mæta til fundar og kynna sér málefnið.
F.h. Dalvíkurbyggðar
Bjarni Th. Bjarnason
Sveitarstjóri