Málþing laugardaginn 17. maí, kl. 14-17 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.
Eflum byggðina við utanverðan Eyjafjörð í kjölfar Héðisfjarðarganganna
Það á að efla og ýta úr vör vinnu til að nýta þau tækifæri sem Héðinsfjarðargöngin bjóða upp á. Ræddar verða hugmyndir sem verið er að vinna að og sem raunhæft er að verði að veruleika, hvort sem er á vegum einkafyrirtækja, sveitarfélaga eða ríkis.
Dagskrá:
Dagskráin samanstendur af örstuttum framsögum, pallborðsumræðu og almennum umræðum og fyrirspurnum um eftirtalin mál.
1. Uppbygging atvinnulífs við utanverðan Eyjafjörð
- Hvað er að gerast í atvinnulífi við utanverðan Eyjafjörð
- Upplýsingar um fjármögnun fyrirtækja og stuðningur.
- Hvaða leiðir eru að stuðningi við uppbyggingu
- Þekkingarsetur
- Frásögn um hlutverk og starfsemi þróunarseturs
- Dæmi um árangur
Pallborðsumræða: Er grundvöllur og þörf fyrir stofnun þekkingarseturs við utanverðan Eyjafjörð?
2. Ferðaþjónusta til framtíðar
- Möguleikar ferðaþjónustu við opnun ganganna
- Hvað breytist við göngin?
- Hlutverk safna, setra í ferðaþjónustu og atvinnulífi
- Hlutverk arfleifðar í framtíð atvinnulífs?
Pallborðsumræða: Er ferðaþjónusta framtíðin? Eða Hvar liggja tækifærin í ferðaþjónustu við utanverðan Eyjafjörð?
3. Framhaldsskólinn
- Staða framhaldsskólans og sýn á uppbyggingu hans
- Mikilvægi framhaldsskóla fyrir atvinnulíf svæðisins?
- Sérstaða skólans - á hverju er hægt að byggja?
Pallborð: Hvernig má tryggja tengsl við atvinnulífið á svæðinu?
Meðal framsögumanna og þátttakenda í pallborðum verða:
Örlygur Kristfinnsson, Siglufirði
Svanfríður Jónasdóttir, Dalvíkurbyggð
Óli Halldórsson, (Þekkingarsetri Þingeyinga)
Kristján Hjartarson, Dalvíkurbyggð
Jón Eggert Bragason, verkefnistjóri framhaldsskólans
Freyr Antonsson upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar
Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri
Það er stór undirbúningshópur í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð
sem að þessu stendur ásamt samtökunum Landsbyggðin lifi.