Á skipulagi útikennslu gærdagsins hjá Mánabörnum var að rölta upp í skógarreit, fylgjast með því hvernig snjórinn smám saman tæki sig upp og umhverfi skógarins breyttist við það. Einnig ætluðum við að skima eftir því hvort að það væri ekki alveg örugglega eitthvað sem myndi benda okkur á að vorið væri á næsta leyti, líkt og fuglasöngur, tré að springa út eða jafnvel eitthvað líf að kveikna í jörðu og fleira. En þó að maður geri plön er ekki þar með sagt að þau gangi alltaf upp. Í gær gékk planið okkar ekki aldeilis upp enda allt á kafi í snjó ennþá og enn hafi bæst í snjóinn um nóttina. Skyndilega þaut vorhugurinn algjörlega framhjá okkur og við ákváðum að halda áfram að gleðjast yfir öllu því snjómagni og þeim möguleikum sem það hefur haft upp á að bjóða í vetur og notuðum hugmyndaflugið í að byggja stór glæsileg snjókarlahjú á lóð ráðhússins sem fengu nöfnin Snæfinnur og Snæfinna. Leyfum myndunum að tala sýnu máli!