Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á skógargöngu, fuglafræðslu og leiðsögn í að tálga fugla úr greinum í Hánefsstaðareit, Svarfaðardal sunnudaginn 26. júní á milli kl 13 og 16. Þessi viðburður er í tilefni verkefnisins Líf í Lundi sem er haldið helgina 25.-26. júní.
Tilvalið fyrir fjölskyldur að mæta og fræðast um skóginn og fuglana sem búa þar og í nágrenninu og njóta útivistar.
Jón Magnússon fræðir, Sólveig Lilja Sigurðardóttir leiðbeinir þeim sem vilja um hvernig hægt er að töfra fugla úr trjágreinum og stjórnarfólk hitar ketilkaffi og blandar djús - hafið endilega fjölnota mál meðferðis og tálguhníf ef þið eigið.
Hér má sjá viðburðinn á Facebook.
Hægt er að leggja á bílastæði við suðurenda Háfnesstaðareits.
Í ár eru 76 ár frá því Eiríkur Hjartarsson hóf skógrækt á Hánefsstöðum en 1965 tók félagið við umhirðu reitsins.
https://www.kjarnaskogur.is/hanefsstadaskogur
Undanfarna daga hefur vinnuhópur verið að störfum í reitnum við að grisja og ætlunin er að slegið verði á morgun og gert snyrtilegt.
Hvetjum alla til að mæta.