Helgina 15.-16. ágúst fór fram Meistarmót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum. Mótið fór fram á Höfn í Hornafirði og 29 keppendur frá UMSE skráðir til leiks. Lið UMSE gerði sér lítið fyrir og sigraði stigakeppni mótsins með afgerandi hætti. Einnig urðu 11 ára stelpur og 12 ára stelpur stigameistarar í sínum aldursflokkum. Þá urðu 13 ára piltar og 13 ára telpur í öðru sæti í stigakeppninni og 14 ára piltar í 3. sæti. Þetta verður að teljast hreint frábær árangur hjá krökkunum. UMSE endaði með 489 stig. Alls tóku fjórir keppendur úr Dalvíkurbyggð þátt og náðu glæsilegum árangri.
Eftirtaldir unnu til verðlauna í einstökum greinum á mótinu:
Thea Imani Sturludóttir varð íslandsmeistari í 60 m. hlaupi 12 ára stelpna Fagraskógi Arnarneshreppi Búsett í Rvk
Ólöf Rún Júlíusdóttir varð í 2 sæti i 100 m. hlaupi 13 ára telpna Engihlíð, Dalvíkurbyggð
Maciej Magnús Szymkowiak varð í 2. sæti í 100 m. hlaupi 13 ára pilta, Dalvík
Thea Imani Sturludóttir varð Íslandsmeistari í 800 m. hlaupi 12 ára stelpna, Fagraskógi
Sveit UMSE 11 ára stelpna varð íslandsmeistari í 4*100 m. boðhlaupi en hana skipa Júlina Gunnarsdóttir Dalvík, Lotta Karen Svalbarðsströnd, Aþena Marey Dalvík, Sigrún Sunna Stóra-Duhnhaga Hörgárbyggð
Sveit UMSE 12 ára stelpna varð íslandsmeistari í 4*100 m. boðhlaupi en hana skipa Erla Vilhjálmsdóttir Ólafsfirði,Thea Imani Smáranum, Dagbjört Svalbarðströnd, Katrín Birna Vignisdóttir Litlu-Brekku Smáranum
Sveit UMSE 13 ára telpna varð íslandsmeistari í 4*100 m. boðhlaupi en hana skipaGuðbjörg Ósk Sveinsdóttir Grenivík, Kara Gautadóttir Ólafsfirði, Júlía Ósk Júlísudóttir Dalvík, Ólöf Rún Júlíusdóttir Reyni
Sveit UMSE 13 ára pilta varð í 2. sæti í 4*100 m. boðhlaupi en hana skipa Arnaldur Starri, Einar Hákon, Benedikt Línberg Æskunni Svalbarðsströnd, Maciej Magnús Szymkowiak Dalvík.
Júlíana Björk Gunnarsdóttir varð í 3. sæti í hástökki 11 ára stelpna, Dalvík
Thea Imani Sturludóttir varð íslandsmeistari í hástökki 12 ára stelpna, Smáranum
Maciej Magnús Szymkowiak varð í 2. sæti í hástökki 13 ára pilta, Dalvík
Thea Imani Sturludóttir varð íslandsmeistari í langstökki 12 ára stelpna, Smáranum
Maciej Magnús Szymkowiak varð í 3. sæti í langstökki 13 ára pilta, Dalvík
Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir varð í 2. sæti í kúluvarpi 12 ára stelpna, Ólafsfirði
Maciej Magnús Szymkowiak íslandsmeistari í kúluvarpi 13 ára pilta, Dalvík
Þorsteinn Ægir Óttarsson varð í 2. sæti í kúluvarpi 14 ára pilta, Samherjum Eyjafjarðarsveit
Júlíana Björk Gunnarsdóttir varð í 3. sæti í spjótkasti 11 ára stelpna, Dalvík
Karl Vernharð Þorleifsson varð íslandsmeistari í spjótkasti 11 ára stráka, Dalvík
Thea Imani Sturludóttir varð íslandsmeistari í spjótkasti 12 ára stelpna, Smárinn
Þorsteinn Ægir Óttarsson varð í 2. sæti í spjótkasti 14 ára pilta, Samherjum
Ólöf Rún varð í 3.sæti í hástökki og kúluvarpi 13 ára stelpna, Reyni