Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennurum/leiðbeinendum í þrjú störf 50%, 90% og 100% starf frá og með 1. maí 2024, eða samkvæmt samkomulagi. Leikskólinn Krílakot er 5 deilda leikskóli á Dalvík. Leikskólinn Krílakot er heilsueflandi leikskóli sem vinnu eftir aðferðum Uppeldi til ábyrgðar. Önnur verkefni eru Lubbi finnur málbein, Orðaleikur, Grænfáni, útikennsla og stærðfræði.
Gildi Krílakots eru Gleði – Sköpun – Þor og má kynna sér starf Krílakots hér.
Helstu verkefni:
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla á leikskólastigi æskileg.
- Jákvæðni og sveigjanleiki.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra.
- Stundvísi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Hreint sakavottorð.
Starfið hentar öllum kynjum. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi og er þá greitt samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.
Ef umsækjendur uppfylla ekki menntunar- og hæfniskröfur áskilur leikskólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Umsóknafrestur er til og með 12. apríl 2024.
Sótt er um starfið í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Með umsókn skal fylgja afrit af leyfisbréfi, ferilskrá og kynningarbréfi, þar skal gerð grein fyrir ástæðu umsóknar, ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið, ásamt stuttri persónulegri kynning.
Frekari upplýsingar veitir: Guðrún H. Jóhannsdóttir leikskólastjóri Krílakots í síma 460-4950 eða á netfangið gudrunhj@dalvikurbyggd.is
Dalvíkurbyggð er tæplega 1900 manna sveitafélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.