Embætti landlæknis hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um COVID-19 kórónaveiruna og þau ráð sem hægt er að grípa í til að forðast smit.
Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landlæknis og rétt að benda á að þessir vefir eru bæði leiðbeinandi og upplýsandi um þær aðgerðir sem unnið er að á hverjum tíma. Við þurfum í sameiningu að forðast aðrar upplýsingar en þær sem þar birtast og varast að ala á ótta. Á vef landlæknis er að finna allar nytsamlegar upplýsingar í tengslum við veiruna og er mælt er með að fólk kynni sér upplýsingar og fylgist með nýjum fréttum.
Hægt er að draga verulega úr smithættu með því að gæta vel að hreinlæti og hér fyrir neðan má sjá nokkur góð ráð:
Ef einstaklingur finnur fyrir veikindum eða grunur er um smit skal hringja í síma 1700 (+354 544-4113 sé hringt erlendis frá) til að fá nánari upplýsingar, m.a. hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Ekki mæta á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.
Mikilvægt er að við sýnum stillingu og skynsemi og að við förum eftir þeim ráðleggingum sem finna má á síðu Landlæknis. Á heimasíðunni er að finna lista yfir þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði og ráðleggingar til einstaklinga sem hafa verið á þessum svæðum og þeir beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á hættusvæði.
Undibúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis.