Laust til umsóknar - umsjónarkennari á yngra stigi í Dalvíkurskóla

Laust til umsóknar - umsjónarkennari á yngra stigi í Dalvíkurskóla

Vegna forfalla vantar okkur tímabundið umsjónarkennara á 1. og 2. bekkjarteymið og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Vinnur samkvæmt skólanámskrá, kennsluáætlunum.
  • Undirbýr kennsluáætlanir og endurmat.
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.
  • Umsjón með bekk og heimastofu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfð hæfni í kennslu yngri barna.
  • Starfsreynsla á grunnskólastigi æskileg.
  • Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur.
  • Góð færni í mannlegum samskipum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Þarf að geta unnið í teymi með öðrum.
  • Áhugi á notkun tækni í skólastarfi.
  • Hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 19. september 2023.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Sótt er um í gegnum Íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda í starfið og ferilskrá, auk staðfest afrit af prófskírteinum. Ef umsækjendur uppfylla ekki menntunar- og hæfniskröfur áskilur skólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Arnarson, skólastjóri, fridrik@dalvikurbyggd.is eða í síma 4604980.