Laust til umsóknar - Starf á Eigna- og framkvæmdadeild

Laust til umsóknar - Starf á Eigna- og framkvæmdadeild

Eigna- og framkvæmdadeild auglýsir eftir öflugum einstaklingi í almennt starf á Eigna- og framkvæmdadeild. Starfið heyrir undir Framkvæmdasvið Dalvíkurbyggðar.

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar er hluti af Framkvæmdasviði sveitarfélagsins. Deildin gegnir veigamiklu hlutverki í sveitarfélaginu í þjónustu við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins. Eigna- og framkvæmdadeild starfar með öðrum starfsmönnum Framkvæmdasviðs við að ná markmiðum sviðsins og sveitarfélagsins sem best.

Helstu verkefni:

  • Umhirða og viðhald svæða sveitarfélagsins.
  • Þjónusta, umsjón og viðhald fasteigna og eigna sveitarfélagsins.
  • Ýmis konar tilfallandi verkefni jafnt utan sem innan húss.
  • Umsjón, eftirlit og samskipti við verktaka varðandi ýmis konar verkefni.
  • Ýmis önnur fjölbreytt tilfallandi verkefni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg s.s. iðnmenntun eða garðyrkjumenntun.
  • Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
  • Ökuréttindi.
  • Vinnuvélaréttindi kostur.
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Nánari upplýsingar um starf starfsmanns veitir Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar helgairis@dalvikurbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2022. Umsóknum um starfið skal skila inn rafrænt í gegnum íbúagátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Umsóknum skal fylgja greinargóð náms- og starfsferilsskrá auk staðfest afrit af prófskírteinum. Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Dalvíkurbyggð er tæplega 1900 manna sveitafélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.