Laust til umsóknar - Húsvarsla við grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Laust til umsóknar - Húsvarsla við grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Dalvíkurskóli auglýsir eftir húsverði í 100% starf. Vinnutími er frá kl. 7:30 – 15:30. Næsti yfirmaður er skólastjóri og aðsetur starfsins er í Dalvíkurskóla. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Hefur umsjón og eftirlit með Árskógarskóla, Dalvíkurskóla, félagsheimilinu í Árskógi og skólalóðum, innanstokksmunum og tækjum.
  • Sér til þess að viðhaldi sé sinnt á húsnæði og innanstokksmunum í samráði við Eigna- og framkvæmdadeild (EF).
  • Annast lítilsháttar viðhald.
  • Sinnir öryggismálum er varða húsnæði, lóðir, tæki, nemendur og starfsmenn.
  • Skipuleggur ræstingar.
  • Sér um opnun Dalvíkurskóla og tryggir lokun húsnæðisins.
  • Fer reglulega í eftirlits- og vinnuferðir í Árskógarskóla og félagsheimilið í Árskógi.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla og þekking á sambærilegum störfum er kostur.
  • Geta sinnt lítilsháttar viðhaldi á tækjum og búnaði húsnæðis.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 27. október 2022.

Sótt er um í gegnum Íbúagátt Dalvíkurbyggðar (dalvikurbyggd.is). Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar. Nánari upplýsingar um starf viðkomandi stofnana er hægt að nálgast á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Frekari upplýsingar veitir Friðrik Arnarson, skólastjóri í síma 460 4983 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is.

Dalvíkurbyggð er tæplega 1900 manna sveitafélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.