Laust til umsóknar- Félagsráðgjafi

Laust til umsóknar- Félagsráðgjafi

Dalvíkurbyggð leitar að öflugum og metnaðarfullum aðila í 100% stöðugildi félagsráðgjafa á félagsmálasviði. Um er að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu og mun starfsmaðurinn taka þátt í þróun starfsins í samvinnu við annað starfsfólk sviðsins.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna, þ.m.t. félagslega ráðgjöf, réttindamál og leiðbeiningar, o.fl.
  • Ber ábyrgð á gerð áætlana félagslegrar ráðgjafar fyrir einstaklinga og fylgir þeim eftir.
  • Móttaka barnaverndartilkynninga, sinnir greiningu, könnun og vinnslu barnaverndarmála.
  • Sinnir störfum málstjóra samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Sér um umsóknir og skipulag félagslegar heimilisþjónustu í sveitarfélaginu.
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu með öðrum stofnunum.
  • Þátttaka í stefnumótun, starfsáætlana o.fl. í málaflokknum.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af næsta yfirmanni hverju sinni.

 

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í félagsráðgjöf og með starfsréttindi félagsráðgjafa á Íslandi er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af störfum í félagsþjónustu sveitarfélaga og/eða barnavernd er æskileg.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og sambærilegum verkefnum er kostur.
  • Þekking á hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar er kostur.
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
  • Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði, þekking á OneSystem er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af teymisvinnu.
  • Rík þjónustulund og framúrskarandi jákvæðni.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðhorf og geta til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni.

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2022.

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Sótt er um starfið á www.mognum.is.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda ásamt leyfisbréfi og afriti af prófskírteinum.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.

Dalvíkurbyggð er blómlegt sveitarfélag við Eyjafjörð með öflugu atvinnu- og menningarlífi. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með metnaðarfullum grunn- og leikskólum. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.