Dalvíkurskóli auglýsir stöðu deildarstjóra yngra stigs Dalvíkurskóla lausa til umsóknar frá og með 1. ágúst 2022. Um er að ræða 100% starf. Deildarstjóri er hluti af stjórnunarteymi skólans og starfið heyrir undir skólastjóra.
Starfssvið og helstu verkefni:
- Faglegt starf og forysta.
- Starfar í samræmi við stefnur og áherslur skólans.
- Næsti yfirmaður starfsmanna á yngra stigi og dagleg verkstjórn.
- Daglegur rekstur ásamt stjórnendateymi.
- Ýmis verkefni tengd starfsmannahaldi.
- Kemur að skipulagningu á sérfræðiþjónustu.
- Kennsluskylda í samráði við skólastjóra.
- Samskipti við nemendur og foreldra.
- Ýmis samskipti, samstarf og þátttaka í vinnuhópum.
- Stjórnar deildarfundum og þátttaka í ýmsum fundum.
- Önnur verkefni sem honum falið af skólastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
- Stjórnunarnám og/eða reynsla af skólastjórnun.
- Áhugi á skólaþróun, nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi.
- Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur.
- Leiðtogahæfileikar.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
Sótt er um í gegnum Íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Umsókn skal fylgja kynningarbréf og ferilskrá. Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2022.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Dalvíkurskóli er 214 barna grunnskóli sem leggur áherslu teymiskennslu og góð samskipti.
Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni – virðing og vellíðan. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.
Frekari upplýsingar veitir Friðrik Arnarson, skólastjóri, sími 460 4980 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is.