Laust starf þjónustu- og innheimtufulltrúa - framlengdur umsóknarfrestur

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða þjónustu- og innheimtufulltrúa á Fjármála- og stjórnsýslusvið. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að þróast áfram í starfi og aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Ath. að umsóknarfrestur er framlengdur til og með 14. apríl.

Starfssvið:

  • Reikningagerð
  • Umsjón með innheimtumálum sveitarfélagsins
  • Greiðsla á reikningum og kröfum
  • Móttaka á greiðslum (rafrænt) reikninga og gjalda
  • Afstemmingar
  • Almenn upplýsingagjöf og símavarsla í Þjónustuveri
  • Afgreiðsla húsaleigubóta
  • Útleiga íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar
  • Skráning lausafjármuna
  • Ýmis innri ráðgjöf og þjónusta

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf er kostur
  • Góð þekking og reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur
  • Góð þekking á upplýsingatækni skilyrði, þekking á Dynamics NAV kostur
  • Hæfni til að greina gögn og upplýsingar
  • Skipulagshæfileikar, nákvæm vinnubrögð og árvekni
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
  • Metnaður til árangurs og jákvæðni

Upplýsingar og umsóknir er að finna á www.capacent.is