Laust starf grunnskólakennara við Árskógarskóla

Starf grunnskólakennara við Árskógarskóla er laust til umsóknar.

Við erum að leita að kennara fá 1. ágúst 2015. Okkur vantar fjölhæfan kennara sem getur t.d. verið umsjónarkennari, kennt smíði-, textíl- og myndmennt!

Árskógarskóli er heildstæður leik- og grunnskóli sem tók til starfa 1. ágúst 2012. Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með 7. bekk grunnskóla. Hér starfar skemmtilegt fólk í 9 stöðugildum. Skólinn vinnur með hugmyndfræði Uppbyggingastefnunnar, við erum Grænfánaskóli, vinnum í aldursblönduðum hópum, þvert á skólastig og nýtum allt umhverfi skólans til leiks og náms. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Réttindi til kennslu í grunnskóla
  • Framhaldsmenntun er kostur
  • Mikill áhugi á að taka þátt í mótun skólans og leita nýrra leiða í skólastarfi
  • Hefur á valdi sínu fjölbreyttar kennsluaðferðir
  • þekking á kennslu- og uppeldisfræði
  • Áhugi á kennslu og vinnu með börnum
  • Frumkvæði og samstarfsvilji
  • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Gleði, virðing og umhyggja
  • Reglusemi og samviskusemi
  • Hreint sakavottorð

Nánar um skólann á heimasíðu skólans www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli

Upplýsingar gefur Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í síma 460 4971 / 699 1303 og senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.

Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2015.