Starf grunnskólakennara við Árskógarskóla er laust til umsóknar.
Við erum að leita að kennara fá 1. ágúst 2015. Okkur vantar fjölhæfan kennara sem getur t.d. verið umsjónarkennari, kennt smíði-, textíl- og myndmennt!
Árskógarskóli er heildstæður leik- og grunnskóli sem tók til starfa 1. ágúst 2012. Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með 7. bekk grunnskóla. Hér starfar skemmtilegt fólk í 9 stöðugildum. Skólinn vinnur með hugmyndfræði Uppbyggingastefnunnar, við erum Grænfánaskóli, vinnum í aldursblönduðum hópum, þvert á skólastig og nýtum allt umhverfi skólans til leiks og náms. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Réttindi til kennslu í grunnskóla
- Framhaldsmenntun er kostur
- Mikill áhugi á að taka þátt í mótun skólans og leita nýrra leiða í skólastarfi
- Hefur á valdi sínu fjölbreyttar kennsluaðferðir
- þekking á kennslu- og uppeldisfræði
- Áhugi á kennslu og vinnu með börnum
- Frumkvæði og samstarfsvilji
- Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum
- Góðir skipulagshæfileikar
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Gleði, virðing og umhyggja
- Reglusemi og samviskusemi
- Hreint sakavottorð
Nánar um skólann á heimasíðu skólans www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli
Upplýsingar gefur Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í síma 460 4971 / 699 1303 og senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.
Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2015.