Laust er til umsóknar starf húsvarðar í Dalvíkurskóla frá og með 13. ágúst 2007.
Helstu verkefni húsvarðar
- Umsjón með viðhaldi á kennsluhúsnæði og húsbúnaði.
- Daglegt eftirlit og umsjón með loftræstingu, hita og rafkerfi kennsluhúsnæðis.
- Verkstjórn og umsjón ræstingar, þ.m.t. umsjón með hreingerningu og aukaþrifum á kennsluhúsnæði.
- Eftirlit með húsnæði að kvöldi.
- Innkaup á ræstingar - og hreinlætisvörum.
- Önnur tilfallandi verkefni.
- Umsjón með útlánum á tækjum og húsgögnum skólans.
Hæfniskröfur
- Iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Eiga gott með að umgangast börn og unglinga.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
Upplýsingar varðandi, vinnutíma, laun og fleira veitir skólastjóri í síma 4604980 eða 8645982.
Umsóknir skulu berast til Dalvíkurskóla v/Mímisveg 620 Dalvík. Umsóknarfrestur er til 20. maí.
Skólastjóri.