Dalvíkurbyggð auglýsir lausar til umsóknar eftirtaldar stöður við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar
Skólastjóri
Auglýst er eftir skólastjóra frá og með 1. ágúst 2007
Starfssvið:
- Fag- og rekstrarleg stjórnun skólans
- Dagleg stjórnun og umsýsla skólans
- Áætlanagerð og stefnumörkun
- Skipulagning á skólastarfi
- Önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Tónlistarmenntun og/eða kennsluréttindi
- Reynsla af kennslu
- Þekking og reynsla af stjórnun æskileg
- Reynsla af sambærilegum verkefnum kostur
- Góð tölvukunnátta
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2007 og skulu umsóknir sendar til:
Bæjarráð Dalvíkurbyggðar, v/ skólastjóri tónlistarskóla, Ráðhús, 620 Dalvík
Fiðlukennari
Auglýst er eftir Suzukifiðlukennara. Allir fiðlunemendur skólans hafa lært samkvæmt Suzukiaðferðinni.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2007 og skulu umsóknir sendar til:
Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar, Skíðabraut 12, 620 Dalvík
Upplýsingar um Tónlistarskólann og kennslu gefur Hlín Torfadóttir, skólastjóri, tonlist@dalvik.is eða í síma 460 4990.
Aðrar upplýsingar gefur Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri, sij@dalvik.is eða í síma 460 4900
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag og samkvæmt Starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar.
Dalvíkurbyggð er framsækið sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð. Þar er blómlegt og fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfi er sérlega fjölskylduvænt og góðar aðstæður til útivistar jafnt sumar sem vetur. Frekari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.dalvik.is