Lausar stöður leikskólakennara í Dalvíkurbyggð

Leikskólakennarar! 

Lausar eru til umsóknar stöður leikskólakennara í leikskólum Dalvíkurbyggðar.  Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2006.

Krílakot: Leikskólann Krílakot á Dalvík er 55 barna leikskóli og þar eru lausar til umsóknar nokkrar stöður leikskólakennara. Upplýsingar gefur Halla Steingrímsdóttir leikskólastjóri  krilakot@dalvik.is  Sími:466-1372.

Leikbær: Leikskólann Leikbær á Árskógsströnd er 25 barna leikskóli og þar eru lausar til umsóknar stöður leikskólakennara. Upplýsingar gefur Gitta Ármannsdóttir leikskólastjóri leikbaer@dalvik.is  Sími:466-1971

Auk skólastjóranna gefur Óskar Þór Sigurbjörnsson skólamálafulltrúi oskarth@ismennt.is   Ráðhúsinu, 620 Dalvík, upplýsingar um stöðurnar. Símar: 466-2736, 893-6257 og hs. 466-2357.

Dalvíkurbyggð:

  • 2000 íbúa sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð sem varð til    við sameiningu þriggja sveitarfélaga árið 1998.
  • Umhverfi er sérlega fjölskylduvænt, atvinnulíf, þjónusta og menningarlíf mjög öflugt og fjölbreytt.
  • Aðstaða til útivistar og íþróttaiðkunar er með því besta og fjölbreytilegasta sem gerist hér á landi sumar jafnt sem vetur.
  • Hitaveita er í öllum þéttbýliskjörnunum, ódýr upphitun og frábær sundaðstaða.
  • Samgöngur eru góðar, aðeins hálftíma akstur er til Akureyrar.
  • Skólarnir eru framsæknir og vel búnir og mikil samvinna milli þeirra.
  • Félags- og  skólaþjónusta - ÚtEy starfar á svæðinu og annast sérfræðiþjónustu o.fl. við skólana.
  • Frekari upplýsingar er að finna á vef Dalvíkurbyggðar: http://www.dalvik.is

Skólastjórar - Skólamálafulltrúi