Laus störf nemenda í vinnuskóla

Laus störf nemenda í vinnuskóla

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf nemenda vinnuskóla. Öll ungmenni sem stunda nám í grunnskóla í Dalvíkurbyggð fædd á árunum 2004, 2005 og 2006 geta sótt um, einnig ef nemandi á a.m.k. annað foreldri með lögheimili í Dalvíkurbyggð.

Vinnuskóli hefst 8. júní og er áætlaður starfstími eftirfarandi:

Árgangur 2004: 10 vikur, 6,5 klst. á dag.
Árgangur 2005: 8 vikur, 3,5 klst. á dag
Árgangur 2006: 5 vikur, 3,5 klst. á dag.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 4. maí nk.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/  

Skráning nemenda í vinnuskóla í gegnum Mína Dalvíkurbyggð

Að gefnu tilefni er það tekið fram að allir þeir nemendur sem ætla að sækja um í vinnuskólanum í sumar þurfa að sækja Íslykil til að geta skráð sig á Mína Dalvíkurbyggð. Hann er hægt að nálgast við skráningu inn í Mína Dalvíkurbyggð, eða á www.island.is. Þegar komið er inn í mína Dalvíkurbyggð er notað formið „Atvinnuumsókn“. og valið “Nemendur vinnuskóla”

Athugð að foreldrar geta ekki sótt um í gegnum sinn Íslykil, þar sem skráning verður sjálfkrafa á kennitölu þess sem skráir sig inn á Mína Dalvíkurbyggð.  

Nánari upplýsingar veita undirritaðir.

Steinþór Björnsson
Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar
steinthor@dalvikurbyggd.is

Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
gislirunar@dalvikurbyggd.is