Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf nemenda vinnuskóla. Öll ungmenni sem stunda nám í grunnskóla í Dalvíkurbyggð fædd á árunum 1998, 1999 og 2000 geta sótt um, einnig ef nemandi á a.m.k. annað foreldri með lögheimili í Dalvíkurbyggð.
Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni.
Allir nemendur hefja störf 10. júní og er starfstími eftirfarandi:
- Árgangur 1998: 10 vikur, 6,5 klst. á dag.
- Árgangur 1999: 9 vikur, 3 klst. á dag
- Árgangur 2000: 6 vikur, 3 klst. á dag.
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/
Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is ), íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar og Elín Rós Jónasdóttir (vinnuskoli@dalvikurbyggd.is ), forstöðumaður Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar.