Staða skólastjóra við leik- og grunnskólann Árskógarskóla er laus til umsóknar. Starfið felst í stjórnun skólans ásamt kennslu og umsjón með félagsheimilinu Árskógi.
Leitað er að öflugum, faglegum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið skólastarf. Árskógarskóli er leik- og grunnskóli sem tók til starfa 1. ágúst 2012. Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með miðstigi grunnskóla.
Skólinn sem er mannaður úrvals fólki í 7 stöðugildum vinnur með hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar, er Grænfánaskóli, vinnur í aldursblönduðum hópum, þvert á skólastig og nýtir nánasta umhverfi skólans til leiks og náms.
Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, 12 km frá Dalvík og 32 km frá Akureyri.
Í Dalvíkurbyggð búa tæplega 1.900 íbúar. Við Árskógarskóla er félagsheimili, íþróttasalur og sundlaug. Nánari upplýsingar er að finna á: www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli
Starfssvið:
- Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
- Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild
- Að stýra og bera ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf leik- og/eða grunnskólakennara
- Kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða er kostur
- Reynsla af störfum á sviði stjórnunar, rekstrar og þróunarstarfi er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum og er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2018. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknafrestur til og með 7. maí 2018.
Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála og annað er málið varðar (kynningarbréf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, í síma 460-4916 og í gegnum tölvupóst: hlynur@dalvikurbyggd.is .
Umsóknum skal skilað til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar á netfangið hlynur@dalvikurbyggd.is