Laus staða leikskólastjóra í leikskólanum Krílakoti á Dalvík

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar

Laus staða leikskólastjóra í leikskólanum Krílakoti á Dalvík

Leikskólinn Krílakot er 3ja deilda leikskóli.  Í desember sl. var tekin í notkun nýbygging við húsið svo aðstaðan er góð.

Á döfinni er stefnumótun fyrir leikskóla sveitarfélagsins sem nýr leikskólastjóri mun verða virkur þátttakandi í.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólamenntun
  • Framhaldsmenntun kostur
  • Framúrskarandi hæfni í  samskiptum og þörf fyrir að ná árangri.
  • Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun
  • Metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni.

Upplýsingar um starfið veitir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið hildur@dalvik.is og verður móttaka staðfest.

Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2008.