Landslagsmótun á skíðasvæðinu

Landslagsmótun á skíðasvæðinu
Í dag, miðvikudaginn 6. júlí, klukkan 16:30 munu rekstraraðilar skíðasvæðisins bjóða félagsmönnum og öðrum áhugasömum í gönguferð um Barnabrekkuna á svæðinu til að skoða framkvæmdasvæðið sem unnið verður við í enda júlí. Það stendur til að minnka hólana og þar með búa til mikið betra svæði fyrir byrjendur á skíðum.
 
Áhugasamir eru hvattir til að koma með og skoða hvað stendur til.

Í næstu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn þann 14. júlí kl. 17:00, er svo stefnt á að halda opinn íbúafund í Bergi og kynna helstu plön og opna á umræður um verkefnið.  Að baki þessari ákvörðun eru fjölmargar ástæður sem ræddar verða á fundinum og einnig gefst tækifæri til að spyrja út í framkvæmdirnar frekar.
 
Fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur,
Hörður Finnbogason