Í kvöld, fimmtudag 21. mars, verður stórmyndin Land og synir sýnd í Bergi kl. 20, en myndin var tekin kalda sumarið 1979 í Svarfaðardal og á Dalvík.
Jón Þórisson leikmyndahönnuður verður gestur á sýningunni, en hann sá um leikmynd við gerð kvikmyndarinnar og átti við það mikil og góð samskipti við íbúa. Jón mun deila með okkur minningum frá þessum tíma og upplýsa um ýmislegt sem áhugavert getur verið í tengslum við gerð myndarinnar.
Mætum í Berg og njótum þess í góðum félagsskap að sjá góða kvikmynd ásamt því að horfa á kunnugleg andlit og umhverfi í bíómynd.