Kyrrlátur morgunn

Kyrrlátur morgunn

Það er kyrrlátur morgunn. Sólin farin að skína fyrir löngu síðan. Tekin til við að bræða klakaböndin ómeðvituð um leiðindaspá næstu daga. Farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig og víða má heyra þeirra leiki. Á svona morgni dregur maður djúpt andann, leyfir kyrrðinni að flæða um sig og óskar þess að vorið sé skammt undan.