Fundarboð
Almennur kynningar- og umræðufundur verður haldinn að Rimum, Svarfaðardal, fimmtudaginn 7. október 2004 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Framtíðarskipan grunnskólamála í Dalvíkurbyggð.
Ath: Þess skal sérstaklega getið að skýrsla Háskólans á Akureyri um hag-kvæmnisúttekt vegna hugsanlegra breytinga á skólaskipan í Dalvíkurbyggð verður fáanleg í afgreiðslu bæjarskrifstofu á 1. hæð Ráðhússins frá og með miðvikudeginum 6. október fyrir þá sem áhuga hafa og einnig verður reynt að birta hana í rafrænu formi á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Dalvíkurbyggð 4. október 2004
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar