Kosning um Íþróttamann Dalvíkurbyggðar 2023

Kosning um Íþróttamann Dalvíkurbyggðar 2023

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Þú byrjar á að kynna þér upplýsingar um tilnefnda aðila hér.

ferð svo inn á íbúagátt Dalvíkurbyggðar og kýst þann aðila sem þú telur eiga skilið að hljóta titilinn „íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2023“., Þú kemst inn á íbúagáttina með því að smella hér.

 

Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með sunnudagsins 7. janúar 2023.

 

Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn. Reglur um kjör á íþróttamanni ársins er að finna hér:

https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/reglugerdir-og-samthykktir

 

Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst fimmtudaginn 11. janúar við hátíðlega athöfn í Bergi kl. 16:30. Á sama tíma verða afhentar viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði. Gert er ráð fyrir að athöfnin taki um klukkustund.

Tilnefningar

Íþróttagrein

Elín Björk Unnarsdóttir

Sund

Hafsteinn Thor Guðmundsson

Golf

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir

Blak

Sveinbjörn Hjörleifsson

Hestar

Torfi Jóhann Sveinsson

Skíði

Þröstur Mikael Jónasson

Knattspyrna