Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.
Þú byrjar á að kynna þér upplýsingar um tilnefnda aðila hér.
ferð svo inn á íbúagátt Dalvíkurbyggðar og kýst þann aðila sem þú telur eiga skilið að hljóta titilinn „íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2023“., Þú kemst inn á íbúagáttina með því að smella hér.
Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með sunnudagsins 7. janúar 2023.
Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn. Reglur um kjör á íþróttamanni ársins er að finna hér:
https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/reglugerdir-og-samthykktir
Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst fimmtudaginn 11. janúar við hátíðlega athöfn í Bergi kl. 16:30. Á sama tíma verða afhentar viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði. Gert er ráð fyrir að athöfnin taki um klukkustund.
Tilnefningar
|
Íþróttagrein
|
Elín Björk Unnarsdóttir
|
Sund
|
Hafsteinn Thor Guðmundsson
|
Golf
|
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir
|
Blak
|
Sveinbjörn Hjörleifsson
|
Hestar
|
Torfi Jóhann Sveinsson
|
Skíði
|
Þröstur Mikael Jónasson
|
Knattspyrna
|