Síðastliðið vor var gerð könnun á meðal foreldra barna sem stunda nám við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar um viðhorf þeirra til ýmissa þátta er varða námið og skólann. Þetta var gert til að auka enn samstarf Tónlistarskólans og heimilanna og kemur til viðbótar foreldraviðtali og samskiptabókar. Svarhlutfallið var tæplega 30%, sem mætti vera betra. Flestir foreldrar voru almennt ánægðir með störf skólans. 96 % svarenda könnunarinnar voru mjög eða frekar ánægðir með starf skólans og eins með samskipti kennara. 28 % svarenda nota aldrei dagbók nemenda og við verðum að ná meiri virkni með hana. Allar athugasemdir eru teknar til athugunar. Einning er skólastjóri alltaf til viðtals um öll möguleg mál með tölvupósti eða síma.
Niðurstaða könnunarinnar liggur fyrir og er hægt að nálgast hér.