Kjör á Íþróttamanni Ársins í Dalvíkurbyggð

Kjör á Íþróttamanni Ársins í Dalvíkurbyggð

Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fór fram við hátíðlega athöfn í Bergi menningarhúsi í dag 11. janúar.

Það var knattspyrnumaðurinn Þröstur Mikael Jónasson sem var valinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2023.

Þröstur var fyrirliði og einn besti leikmaður Dalvíkur/Reynis sumarið 2023 þegar liðið tryggði sér óvæntan, en verðskuldaðan sigur í 2.deild karla. Þröstur átti frábært sumar, fór fyrir liði sínu með baráttu og sigurvilja, og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins annað árið í röð. Þröstur stimplaði sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar og fékk verðskuldaða athygli með frammistöðu sinni í sumar.

Aðrir tilnefndir voru eftirtaldir aðilar:

  • Elín Björk Unnarsdóttir – Sund
  • Hafsteinn Thor Guðmundsson – Golf
  • Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir – Blak
  • Sveinbjörn Hjörleifsson – Hestar
  • Torfi Jóhann Sveinsson – Skíði

 

l

Líklega er þetta eina skiptið í sögunni sem hjón eru tilnefnd sem íþróttamenn ársins í Dalvíkurbyggð.


Einnig voru við þetta tækifæri afhentir styrkir til iðkenda og voru þeir afhentir í eftirfarandi röð:

  • Eyþór Þorvaldsson – 130.000 vegna ástunundar og árangurs í blaki
  • Torfi Jóhann Sveinsson 75.000.- vegna ástundunar og árangurs á skíðum
  • Óskar Valdimar Sveinsson 80.000 vegna ástundunar og árangurs á skíðum
  • Maron Björgvinsson 130.000 vegna ástundunar og árangurs á skíðum, golfi og knattspyrnu
  • Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir 130.000 vegna ástundunar og árangurs í blaki
  • Hafsteinn Thor Guðmundsson 75.000 vegna ástundunar og árangurs í golfi
  • Meistaraflokkur karla Dalvík/Reynis 300.000 fyrir sigur í 2. deild síðastliðið sumar
  • Skíðafélag Dalvíkur 300.000 vegna skíðagöngubrautar

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar fékk þá einnig 150.000. styrk úr afreks og styrktarsjóði í ár.