Nú á dögunum fór fram nafnasamkeppni um nýtt nafn á nýja leikskólann en ákveðið var að nefna leikskólann aftur í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið á rekstri hans en áður hét hann Fagrihvammur. Óskað var eftir hugmyndum að nafni á nýja leikskólann og rann frestur út á mánudaginn.
Á fundi fræðsluráðs voru tillögurnar sem bárust svo skoðaðar og ákveðið að velja nafnið Kátakot en það er Helga Íris Ingólfsdóttir sem á tillöguna.
Alls bárust 14 umslög með tillögum en mis mikið var af tillögum í hverju umslagi, frá einni og upp í 10. Það má því segja að þátttakan hafi verið mjög góð.