Karlakórinn Heimir í Skagafirði syngur tónleika í Bergi menningarhúsi á Dalvík laugardaginn 17. apríl kl. 15:00.
Einsöngvari er hinn sívinsæli eilífðarheimispiltur, Óskar Pétursson frá Álftagerði , undirleikari Thomas R. Higgerson og stjórnandi Stefán R. Gíslason.
Heimir hefur farið mikinn í vetur, m.a. tónskreytt frásögn Sturlungu af Örlygsstaðabardaga og verið í slagtogi við Karlakór Reykjavíkur á stórtónleikum.
Vorferð um Norðurland er einskonar uppskeruhátíð í lok einmánaðar. Flutt verður það besta úr vetrarstarfinu, m.a. óperukórar og drykkjuvísur, mjúkleg ástaljóð og örlagakvæði, þróttmiklir karlakórar og blíðlegir vorsöngvar, sem spanna Evrópu víða frá Miðjarðarhafsströndum um rússnesku steppurnar til Íslandsstranda .
Miðasala verður við innganginn. Miðaverð kr. 2.500
Sjá www.heimir.is