Kaldo Kiis hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar en á 424. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 21. júní voru umsækjendur um starf skólastjóra Tónlistarskólans kynntir og í kjölfarið fól bæjarráð sviðstjóra fræðslu- og menningarmála og bæjarstjóra að ræða við umsækjendur. Á 425. fundi bæjarráðs þann 28. júní var lagt til að gengið yrði til samninga við Kaldo Kiis.
Kaldo Kiis er með próf frá Tónlistarháskólanum í Tallinn í Eistlandi og auk þess hefur hann setið fjölda námskeiða á sínu sviði. Kaldo Kiis hefur undanfarið starfað sem aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og mun hann hefja störf hjá Dalvíkurbyggð þann 1. ágúst nk.