Júnílokun í Sundlaug Dalvíkur

Sundlaug Dalvíkur verður lokuð frá og með sunnudeginum 6. júní n.k.

Þetta er vegna breytinga sem miða að því að taka í gagnið nýja afgreiðslu og tengja nýjan inngang við mannvirkið. Einnig fer fram árleg vortiltekt og lagfæringar auk þess að starfsfólk sækir lögbundin námskeið og tekur öryggispróf sundstaða.

Heilsuræktin verður einnig lokuð á sama tíma. Áætlað er að opna föstudaginn 18. júní en vonast er til að hægt verði að halda kvöldskemmtun í sundlauginni á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það verður betur auglýst með dagskrá þjóðhátíðardagsins.

Minnt er á Sundskála Svarfdæla – hægt er að fá hann leigðan, hafið samband við starfsfólk í sundlauginni í síma 466-3233. Sundskálinn verður þó einnig opinn sérstaklega virka daga meðan á lokun stendur sem hér segir:
Virka daga kl. 6:15 – 10:00 og 17:00 – 19:00.
Ókeypis aðgangur.
Starfsmaður verður á staðnum á þessum tíma þannig að börn geta farið ein í sund hafi þau aldur til en til þess þurfa þau að vera orðin 8 ára.
Minnt er á 2. grein reglna um aðgengi að sundstöðum:
„Börnum undir 8 ára aldri er óheimill aðgangur að sundstað nema í fylgd með
syndum einstaklingi 14 ára eða eldri. Miðað er við fæðingarár. Ekki skal leyfa
viðkomandi að hafa fleiri en tvö börn með sér. Þetta á þó ekki við um börn í
fylgd foreldris eða forráðamanns.“

Sundlaug Dalvíkur biður gesti sína að afsaka óþægindin um leið og við hlökkum til að bjóða alla velkomna í nýja aðstöðu að lokun lokinni.

Skráning á sund- og leikjanámskeið hefur verið framlengd um tvo daga, hægt verður að skrá á námskeiðin föstudaginn 4. júní og laugardaginn 5. júní.

Sundlaug Dalvíkur/íþrótta- og æskulýðsfulltrúi