Nemendur í Dalvíkurbyggð sem stunda nám á framhaldsskóla stigi geta átt rétt á jöfnunarstyrk frá menntasjóði. Jöfnunarstyrkur er styrkur fyrir þá nemendur sem stunda nám utan sveitarfélagssins þar sem þeir eru með lögheimili og fjölskyldu. Jöfnunarstyrkurinn skiptist í tvo flokka annars vegar akstursstyrkur fyrir þá sem keyra á milli skóla og heimilis daglega en einnig fyrir þá sem keyra til og frá skóla en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur, hinsvegar er það dvalarstyrkur sem er fyrir þá nemendur sem flytja til þess að stunda nám sitt a.m.k. 30 km frá lögheimili sínu og þurfa greiða leigu t.d. þeir sem eru á heimavist. Hægt er að fá jöfnunarstyrk að hámarki í 4 ár eða 8 annir. Nánari upplýsingar eru á https://menntasjodur.is/jofnunarstyrkur/ umsóknarfrestur fyrir haustönn er til. 15. október fyrir haustönn og til 15. febrúar á vorönn.