J listi - óháð framboð og B listi - Framsóknarmanna hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2006 til 2010.
Samkomulag er um að Svanfríður Jónasdóttir verði bæjarstjóri fyrri hluta kjörtímabilsins. Í samræmi við stefnuskrá B listans verði síðan auglýst eftir bæjarstjóra. Ráðið verði í starfið samkvæmt tilnefningu B listans.
Embætti forseta bæjarstjórnar verði hjá B lista fyrri hluta kjörtímabilsins og verður Bjarnveig Ingvadóttir fyrsti forseti bæjarstjórnar.
Formennska í bæjarráði skiptist milli framboðanna. Anna Sigríður Hjaltadóttir, J lista, verður fyrsti formaður bæjarráðs.
Aðilar eru sammála um að meðal helstu verkefna á kjörtímbilinu séu:
- Ábyrg fjármálastjórn og jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins
- Styrking atvinnulífsins og fjölgun atvinnutækifæra
- Undirbúningur og bygging íþróttahúss
- Vinna við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð
- Fráveituframkvæmdir og önnur umhverfisverkefni; gámasvæði girt og vaktað
- Hitaveituframkvæmdir
- Vinna að auknum námstækifærum bæði í símenntun og á framhaldsskólastigi
- Mótun skólastefnu fyrir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar
- Enn frekari stuðningur við barnafjölskyldur
- Lausn fundin á húsnæðismálum félagsmiðstöðvar ungmenna
- Bætt farsíma og tölvusamband í öllu sveitarfélaginu
- Verkefni á sviði heimaþjónustu og heimahjúkrunar færist á forræði sveitarfélagins
- Aðstaða á Dalbæ verði bætt
- Stefnumótun og samningar við nágrannasveitarfélög um verkefni á sviði félags- og skólaþjónustu; sérstaklega verði samið um málefni fatlaðra
- Stefnumörkun og vinna að framtíðarskipan hafnarmála
- Efling og kynning á fjölbreyttu íþrótta- og menningarstarfi í byggðarlaginu
Frekari upplýsingar gefa Svanfríður Jónasdóttir s. 862 1460 og Bjarnveig Ingvadóttir s. 862 6896